top of page
Hvað er stafrænt kynferðisofbeldi
og áreitni?

Til stafræns kynferðisofbeldis og áreitni telst til dæmis að

- sýna eða dreifa nektarmyndum af öðrum í leyfisleysi,

- að senda óumbeðnar nektarmyndir og kynferðisleg skilaboð til annarra,

- að þrýsta á aðra eða hóta þeim í þeim tilgangi að þvinga þá til þess að senda nektarmyndir,

- að hóta öðrum að dreifa nektarmyndum af þeim,

- að búa til falskar nektarmyndir af öðrum og dreifa þeim eða hóta því,

- að nota nektarmyndir sem vopn til að hrella, hóta eða kúga fé af öðrum, o.s.frv.

 

Listinn er ekki tæmandi, enda tekur tæknin sífelldum breytingum og þar af leiðandi er stafrænt kynferðisofbeldi í örri þróun líka. Hér eru góðar upplýsingaveitur.

Hvað ef ég verð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi ?

bottom of page