top of page

Fáðu já! er 20 mínútna stuttmynd sem skýrir mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vegur upp á móti áhrifum klámvæðingar, brýtur ranghugmyndir á bak aftur og innrætir sjálfsvirðingu í nánum samskiptum. Hún er ætluð nemendum á efsta stigi grunnskóla.

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum styrkti stuttmyndina. Handritshöfundar stuttmyndarinnar eru Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, en Zeta Productions framleiddi myndina. Hún vann til verðlauna sem besta fræðsluefnið á INSAFE ráðstefnunni í Tallin 2013.

Vantar þig Fáðu já! með erlendum texta? Smelltu þá hér.

Stattu með þér! er 20 mínútna löng stuttmynd ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. Myndinni er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. Stattu með þér! er fyrsta fræðsluefni sinnar tegundar fyrir þennan aldurshóp og standa vonir til að kennarar og foreldrar nýti það til að efla 10-12 ára börn í; að standa með sér gegn staðalímyndum og útlitsdýrkun og rækta sjálfsvirðingu í mannlegum samskiptum.

Leikstjórn var í höndum Brynhildar Björnsdóttur og handritið skrifaði Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. 

Vantar þig Stattu með þér! með erlendum texta? Smelltu þá hér.

bottom of page